Burritos með nautakjöti og grænmeti

Burritos með nautakjöti og grænmeti

13
 • 20 Mins
 • 10 Mins
 • 11 Ingredients
 • Mild

Ef hugmyndaflugið er eitthvað lágstemmt og eina sem þér dettur í hug er mild og matarmikil burrito - þá er hér skotheld uppskrift! Fylltu stóra, mjúka tortillu með safaríku kjöti, hrísgrjónum og grænmeti. Helltu yfir þetta taco-sósu og smá slettu af sýrðum rjóma og þá breytist hversdagsmaturinn í sannkallaða veislu!

What to shop

Serves {0} portions
Burrito-fylling
1 pk Santa Maria Tortilla Original Large 6-pack
1 pokar Santa Maria Burrito Spice Mix
500 g nautakjöt
1 rauð paprika
1 msk olía
Borið fram með
1 salathöfuð grænt salat
4 dl soðin hrísgrjón
1 krukka (400 g) svartar baunir, skola þær og láta renna af þeim
1 avókadó, skorið í strimla
1 krukka Santa Maria Taco Sauce Mild 800 g
2 dl sýrður rjómi

How to prepare

 1. Skerið kjötið og paprikuna í strimla.
 2. Snöggsteikið kjötið í olíu á pönnu við háan hita.
 3. Bætið við papriku og kryddblöndunni. Hrærið vel saman.
 4. Deilið salati, lárperum og hrísgrjónum niður á tortillurnar.
 5. Setjið kjötfyllinguna og paprikuna ofan á og bætið við svolitlu af baunum. Hellið að lokum taco-sósu yfir fyllinguna og nokkrum skeiðum af sýrðum rjóma. 
 6. Rúllið upp tortillunni, gott er að nota plastfilmu til að hafa vefjuna þétta. Notið beittan hníf til að skera vefjuna í tvennt. 
 7. Berið burrito-vefjuna fram hálfvolga.