We use cookies to make your experience as good as possible. By continuing to use our website, you accept the use of cookies. More information about cookies

Burritos með nautakjöti og grænmeti

Burritos með nautakjöti og grænmeti

13
 • 20 Mins
 • 10 Mins
 • 11 Ingredients
 • Mild

Ef hugmyndaflugið er eitthvað lágstemmt og eina sem þér dettur í hug er mild og matarmikil burrito - þá er hér skotheld uppskrift! Fylltu stóra, mjúka tortillu með safaríku kjöti, hrísgrjónum og grænmeti. Helltu yfir þetta taco-sósu og smá slettu af sýrðum rjóma og þá breytist hversdagsmaturinn í sannkallaða veislu!

What to shop

Serves {0} portions
Burrito-fylling
1 pk Santa Maria Tortilla Original Large 6-pack
1 pokar Santa Maria Burrito Spice Mix
500 g nautakjöt
1 rauð paprika
1 msk olía
Borið fram með
1 salathöfuð grænt salat
4 dl soðin hrísgrjón
1 krukka (400 g) svartar baunir, skola þær og láta renna af þeim
1 avókadó, skorið í strimla
1 krukka Santa Maria Taco Sauce Mild 800 g
2 dl sýrður rjómi

How to prepare

 1. Skerið kjötið og paprikuna í strimla.
 2. Snöggsteikið kjötið í olíu á pönnu við háan hita.
 3. Bætið við papriku og kryddblöndunni. Hrærið vel saman.
 4. Deilið salati, lárperum og hrísgrjónum niður á tortillurnar.
 5. Setjið kjötfyllinguna og paprikuna ofan á og bætið við svolitlu af baunum. Hellið að lokum taco-sósu yfir fyllinguna og nokkrum skeiðum af sýrðum rjóma. 
 6. Rúllið upp tortillunni, gott er að nota plastfilmu til að hafa vefjuna þétta. Notið beittan hníf til að skera vefjuna í tvennt. 
 7. Berið burrito-vefjuna fram hálfvolga.