Spice in a spoon

Um Santa Maria

Heimshornasmakk

Það er bæði forvitni og ástríða fyrir góðum mat sem rekur okkur áfram í að kanna nýjar lendur bragðlaukanna og deila með öðrum þeim fjölbreyttu, ómótstæðilegu  matarhefðum sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Vöruþróun og gæði eru hornsteinar Santa Maria fyrirtækisins. Við erum sífellt á útkikkinu eftir bestu, fáanlegu kryddjurtunum og bragðefnunum alls staðar í heiminum og fylgjum öllum gæðamálum fast eftir - allt frá hráefninu alla leið heim í eldhús. Við erum alltaf á faraldsfæti að safna hugmyndum og uppskriftum. Innblásturinn sækjum við í fjölbreyttar matarhefðir mannfólksins og njótum þess að auka sífellt þekkingu okkar á kryddum heimsins. Þannig getum við verið trú kjarna okkar sem snýst um gæði og vöruþróun. 

Hér áður fyrr

Í byrjun 20. aldar var Nordfalks lítið fyrirtæki í Gautaborg í Svíþjóð sem höndlaði með krydd. Það var svo árið 2001 að nafni fyrirtækisins var breytt í Santa Maria AB. Í dag erum við stærsta fyrirtæki á þessu sviði á Norðurlöndunum, með um 900 starfsmenn. Framleiðslan skiptist í nokkur svið: krydd, Tex mex vörur, asískar vörur og BBQ vörur. 

Hluti af Paulig Group

Santa Maria tilheyrir The Paulig Group sem er alþjóðleg samsteypa fyrirtækja í matvælaiðnaði. Allt frá stofnun þess árið 1876 hefur fyrirtækið ávallt lagt áherslu á að framleiðslan sé af miklum gæðum en meðal þess sem fyrirtækið framleiðir er kaffi, ýmiss konar bragðefni og krydd fyrir matargerð, bæði til heimilisnota sem og fyrir stóreldhús og matvælaiðnaðinn. Samsteypan er með starfsemi í 15 löndum og telja starfsmenn hennar hátt í 2000 manns.