Mangó-fajita að hætti grænmetisætunnar

Mangó-fajita að hætti grænmetisætunnar

9
  • 10 Mins
  • 15 Mins
  • 10 Ingredients
  • Medium

Í þessari kjötlausu fajita-uppskrift er safaríkt mangó notað til að gefa vefjunni gott og ferskt bragð. Bættu við papriku, hvítum lauk og uppáhalds próteingjafanum svo úr verði ljúffeng og freistandi máltíð.

What to shop

Serves {0} portions
Fajita-fylling
250 g grænmetis-prótein (miðað við tex soja eða sveppi)
1 msk olía
1 rauð paprika
1 hvítur laukur
1 pokar Santa Maria Fajita Spice Mix Original
1 mangó
1 pk Santa Maria Tortilla Original Medium 8-pack
Meðlæti
grænt salat
1 krukka Santa Maria Chunky Salsa Medium 230 g
Guacamole, lárperumauk

How to prepare

  1. Skerið próteingjafann, paprikuna og mangó í ræmur. Skerið laukinn í báta. 
  2. Steikið próteingjafann í olíu þar til hann hefur tekið á sig fallegan lit. 
  3. Bætið lauk og papriku út á pönnuna og steikið við háan hita í u.þ.b. 1 mínútu. 
  4. Lækkið hitann undir pönnunni og bætið við kryddblöndunni og mangó-bitunum. Steikið áfram í 2 mínútur. Bætið svolitlu vatni við ef þörf þykir.
  5. Hitið tortillurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
  6. Setjið salat á hverja köku, dreifið fyllinguna yfir og rúllið vefjunum upp. Hellið svolítilli salsa-sósu yfir að lokum og jafnvel skeið af avókadómauki (guacamole).