Packs of tortilla and coconut milk from Santa Maria

Góður matur og betri loftgæði!

Góður matur byrjar með virðingu fyrir plánetunni okkar og því viljum við sporna gegn matarsóun

Við höfum náð góðum árangri þegar kemur að sjálfbærni plánetunnar. Frá árinu 2012 höfum við náð að minnka losun gróðurhúslofttegunda um 75% í verksmiðjum okkar. Í Svíþjóð notum við eingöngu endurnýtanlegt rafmagn og hita frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Nú er komið að því að taka næsta skref í átt að sjálfbærri framtíð og færa tvær af okkar vinsælustu vörum í nýjar umhverfisvænni umbúðir.

Umbúðirnar fá pappír á efri hlutann!

En hvaða áhrif hafa nýju umbúðirnar á umhverfið okkar??

  • 150 tonnum minna af plasti

Nýju umbúðirnar hafa betri áhrif á loftslagið þar sem að pappírslokið er án allra aukaefna sem gerir okkur kleift að minnka plastnotkun um 150 tonn á ári hverju. Því er efri hlutinn á pakkningunum gerður úr pappír en neðri hlutinn er enn úr plasti.

  • 35% minni losun koltvísýrings út í andrúmsloftið*

Nýju umbúðirnar gera okkur kleift að minnka losun koltvísýrings um 35% miðað við gömlu umbúðirnar og með því að bæta við pappírnum einum og sér náum við að minnka losunina um 25%

En af hverju ekki að hafa umbúðirnar alveg úr pappír og sleppa plastinu?!!
Með því að breyta umbúðunum 100% yfir í pappír þurfum við framleiðslulausn sem er ekki til fyrir okkar framleiðslu í dag. En á meðan að við erum í þeirri þróunarvinnu viljum við ekki bíða heldur viljum við leggja okkar af mörkum strax í dag til að hjálpa umhverfinu. Og það er betra að geta sparað 150 tonn af plasti árlega strax í dag, frekar en að aðhafast ekki neitt.

Endurvinnsla
Það er ekkert mál að endurvinna nýju umbúðirnar, það þarf einfaldlega að klippa umbúðirnar í sundur til að aðskilja neðri og efri hlutann. Þannig er hægt að endurvinna bæði plastið og pappírinn.

*Miðað við fyrrum umbúðir. Reiknað af IVL Svenska Miljöinstitutet fyrir tortilluna og Ifeu, fyrir hönd Tetra Pak, fyrir kókoshnetumjólkina