Rob

Rob

Nafn: Rob Askew
Aldur: 26
Heimaland: Bretland

Ég er doktorsnemi við Háskóla Íslands. Legg stund á nám í eldfjallafræði, jarðfræði og jarðefnafræði. Ég er búinn að vera hér í tvö ár en er á þriðja ári í náminu mínu. Ég var við nám í Edinborgarháskóla í fimm ár. 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? Það fer eftir árstímanum. Akkúrat núna, um miðjan vetur, snýst venjulegur dagur um að fara í skólann og á rannsóknarstofuna þar sem ég undirbý ýmis sýni fyrir greiningu.

Hvað pirrar þig mest við dvölina hér? Veðrið. Sú staðreynd að stundum er bara ekki hundi út sigandi. Ef maður er að vinna á vettvangi er hreinlega ekki hægt að fara út fyrir hússins dyr suma dagana.

Hvernig er mataræði þitt hér? Stundum kaupi ég inn til heillar viku - jafnvel lengur. Matvörur sem hægt er að geyma lengi. Ég kaupi venjulega t.d. pasta og kannski grænmeti - þ.e.a.s. ef hægt er að geyma það ferskt í einhvern tíma. En venjulega kaupi ég þurrvörur, þær eru bæði ódýrari og þær er léttara að bera. Stundum er maður heppinn og kemst yfir lambalæri  ... en það er reyndar bara fyrir fáa útvalda og heppna. 

Hvers saknarðu mest að heiman? Grænmetisins, aðallega af því maður fær það svo sjaldan hér; yfirleitt er maður á hraðferð og vill bara elda eitthvað fljótlegt. Við eldum samt eiginlega alltaf. Það verður þó að vera eitthvað einfalt og eldað með hraði; stundum saknar maður íburðarmeiri matar. Það getur verið erfitt að flækjast með grænmeti á rannsóknarstöðina. Við verðum að hugsa fyrst og fremst um næringargildið en það auðvitað líka hægt að reyna að búa til mat sem smakkast vel. 

Saknarðu matarins að heiman? Já! Stundum geri ég það. Ég viðurkenni alveg að breskur matur er kannski ekki sá allra besti, en þegar þú býrð í svona litlu landi verður þér ljóst hversu dýr matur er. Það er mjög dýrt að borða hér á landi. 

Leiðist þér stundum? Nei, yfirleitt ekki. Veðrið getur verið til ama en það er samt síbreytilegt, þannig að þótt það sé vont, er það samt aldrei leiðilegt. Jafnvel þó maður komist ekki út. 

Hvernig finnst þér Tex Mex matur? Ég get tæplega sagt að ég hafi borðað mikið af  Tex Mex mat fyrr en nú. Ég borða samt tacos, burritos og fajitas. Fajitas eru mjög algengur matur í Bretlandi. Ég hugsa samt að ég hafi borðað fleiri burritos hér á Íslandi en nokkurn tíma heima í Bretlandi.