Paavo

Paavo

Nafn: Paavo Nikkola
Aldur: 26
Heimaland: Finnland

Ég er finnskur doktorsnemi og vinn við rannsóknir á vegum NordVulk við Háskóla Íslands. Ég er að rannsaka basalthraun á Reykjanesi, með áherslu á efnasamsetningu og eldgosasögu.

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? Ég kem á skrifstofuna um kl 9.30 og er þar þangað til seint á kvöldin. Aðallega er ég samt að við rannsóknir og er því á rannsóknarstofunni flestum stundum. Ég vinn rannsóknarvinnu á vettvangi í svona u.þ.b. fjórar vikur á ári. 

Hvað pirrar þig mest við dvölina hér? Hversu óútreiknanlegt veðrið getur verið, sérstaklega á veturna. Janúar í fyrra var svo erfiður að við gátum nánast ekkert unnið utandyra. Stormur og stórhríð jafnvel á þriggja daga fresti. 

Hvers saknarðu mest að heiman? Fjölskyldunnar, tungumálsins og skógarins!

Hvaða matar saknarðu mest? Ég veit það svo sem ekki; það er ekkert sérstakt sem ég sakna - nema náttúrulega eldamennskunnar hennar mömmu. 

Leiðist þér stundum hér? Nei, ég myndi ekki segja það. Það er nóg um að vera og hópurinn sem stundar doktorsnám í jarðvísindum er frekar þéttur. Þetta er góður félagsskapur og okkur leiðist sjaldan. 

Hvernig finnst þér Tex Mex matur? Já, ég verð nú að játa að mér finnst hann góður. Sérstaklega tortillurnar. Ég borða þær frekar oft heima og líka hér á Íslandi. Ég hef samt ekki prófað marga aðra rétti en tortillur - jú og auðvitað tacos.