Catherine

Catherine

Nafn: Catherine Gallagher
Aldur: 26
Heimaland: Bretland

Ég er doktorsnemi í eldfjallafræðum og náttúruvá. Ég hef búið á Íslandi í tvö ár og verið við nám og störf í mest allan þann tíma. Ég nam við Edinborgarháskóla í Skotlandi í fimm ár. 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér? Á skrifstofunni er ég venjulega að vinna úr gögnum sem við höfum safnað á vettvangi, þetta eru upplýsingar um hraunflæði. 

Hvað pirrar þig mest við dvölina hér? Veðrið - þegar veðrið er vont er ekki hægt að vinna utandyra. Það er vindurinn sér í lagi sem veldur mesta pirringnum.

Hvers saknarðu að heiman? Stórborgarinnar. Það væri frábært ef það væri meira um að vera í Reykjavík. Sem það væri ef Reykjavík væri aðeins stærri borg. 

Hvað með íslenska matinn, hefurðu smakkað hann? Við fáum stundum íslenskt lambakjöt, grillað læri er algjört lostæti. 

Hvers konar matar saknarðu mest? Hversdagsmatur hér á rannsóknarstöðinni er aðallega samlokur og þess háttar. Frekar glatað. Maturinn sem ég sakna mest að heiman er kannski þessi hefðbundna breska sunnudagssteik með Yorkshire pudding. Og ég sakna ferska grænmetisins. Ég veit að Bretland er ekki beinlínis þekkt fyrir ferskasta grænmetið en úrvalið er samt eilítið betra þar en hér á Íslandi. En sjálfsagt ekki eins gott og við Miðjarðarhafið.

Leiðist þér stundum hér? Nei, þetta er frekar áhugaverður staður.

Hvernig líkar þér Tex Mex matur? Ég borða svona mat heima í Bretlandi en hér á landi er ekki eins góður skyndibiti í boði. Ég sakna þess líka að heiman; úrvalið af mat til að taka með sér heim er ekki sérlega gott í Reykjavík. Eiginlega bara frekar lélegt. Það eru nokkrir góðir pizzastaðir en breiddin í matargerð er ekki sérlega mikil. Það er varla hægt að fá góðan indverskan mat eða mexíkóskan og heldur ekki spennandi tælenskan mat. Það er svolítið takmarkað úrval.