Tortillapizza-fajita með ananas

Tortillapizza-fajita með ananas

8
 • 10 Mins
 • 5 Mins
 • 9 Ingredients
 • Mild

Kjúklingur og ananas eiga ágætlega saman. Hér búum við til tortillupizzu með fajitas-krydduðum kjúklingi, papriku og ananas. Allt klárt á svipstundu. Bragðgóð máltíð.

What to shop

Serves {0} portions
1 msk Olía
300 g Kjúklingalundir eða -bringur
1 stk Rauðlaukur
0.5 stk Paprika
2 dl Ferskur ananas, skorinn í teninga
1 pokar Santa Maria Fajita Spice Mix Original
4 stk Santa Maria Pizza Tortilla
1.5 dl Santa Maria Pizza Sauce
3.5 dl Rifinn ostur

How to prepare

 1. Hitið ofninn í 250°C.
 2. Skerið kjúklingalundirnar í strimla sem og paprikuna og laukinn.  
 3. Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingastrimlana þar til þeir eru vel brúnaðir. Bætið þá út á pönnuna paprikunni, lauknum og kryddblöndunni.  
 4. Steikið við meðalhita í 3-4 mínútur og bætið þá ananasbitunum saman við.
 5. Smyrjið u.þ.b. 2 msk af pizzasósu á hverja tortillu og dreifið ostinum yfir. Setjið fajita-fyllinguna á pizzabotnana. 
 6. Setjið pizzurnar á ofnplötu og bakið í ofni í 5-8 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður og pizzurnar hafa tekið fallegan lit.  
 7. Berið fram með góðu salati!