Blómkáls quesadillas

Quesadillas með blómkáli og hnetum

6
  • 20 Mins
  • 7 Ingredients
  • Medium

Quesadillas eru alltaf góðar! Í þessari uppskrift er fyllingin úr blómkáli og ristuðum hnetum ásamt jalapeño-mauki og osti. Tortillan er svo steikt á pönnu þar til osturinn er bráðnaður. Einstaklega gott!

What to shop

Serves {0} portions
1 lítið blómkálshöfuð
1 pk Santa Maria Tortilla Original Medium 8-pack
1 dl Santa Maria Jalapeño Topping
1 dl heslihnetur
3 dl rifinn ostur (parmesan)
1 msk olía
1 handfylli kóriander

How to prepare

  1. Kljúfið blómkálið í þunnar skífur og steikið á þurri pönnu þar til grænmetið hefur mýkst og fengið á sig gullinn blæ.
  2. Smyrjið þunnu lagi af jalapeño-topping mauki á hverja tortillu.
  3. Hakkið heslihneturnar gróft og ristið á þurri pönnu. Takið svolítið af hnetumulningnum til hliðar til að skreyta með síðar. 
  4. Blandið saman blómkáli, rifnum osti og hnetumulningum í skál og deilið fyllingunni niður á tortillurnar, setjið aðeins á hálfa kökuna. 
  5. Leggið hinn helming tortillunnar yfir og þrýstið saman.
  6. Steikið tortillurnar á báðum hliðum í olíu á pönnu við meðalhita þar til kökurnar hafa tekið fallegan lit og osturinn er bráðnaður. 
  7. Sprautið svolitlu af jalapeño-topping yfir hverja köku, stráið svo yfir söxuðum kóriander og afganginum af hnetumulningnum. 
  8. Skerið hverja köku í þrjár sneiðar og berið fram!