Pizza með grænmeti, fetaosti og ólívum

Pizza með grænmeti, fetaosti og ólívum

7
  • 20 Mins
  • 12 Ingredients
  • Medium

Fljótleg og góð grænmetispizza sem einfalt er að útbúa með pizza-tortillunum okkar. Við mælum með því að nota sem álegg blöndu af úrvals grænmeti, mjúkan fetaost og ólívur. Við bakstur breytist tortillan í hinn besta pizzabotn, bæði þunnan og stökkan.

What to shop

Serves {0} portions
Pizza með grænmeti
4 stk Santa Maria Pizza Tortilla
1.5 dl Santa Maria Pizza Sauce
0.5 stk Zucchini (kúrbítur)
1 stk Rauð paprika
1 stk Gul paprika
1.5 stk Rauðlaukur
2 stk Hvítlauksgeirar
0.5 tsk Santa Maria Chili Explosion
140 g Fetaostur
2.5 dl Rifinn ostur
Meðlæti
2 dl góðar ólívur
0.5 búnt fersk basilika

How to prepare

  1. Hitið ofninn í 250°C.
  2. Saxið hvítlaukinn og skerið kúrbítinn (zucchini) í strimla, sem og paprikuna og laukinn. 
  3. Steikið á pönnu þar til grænmetið tekur á sig svolítinn lit. Kryddið með t.d. Chili Explosion og salti.
  4. Smyrjið pizzasósu yfir tortillurnar, leggið grænmetið á botnana og sáldrið fetaosti í kubbum yfir. Loks er gott að setja rifinn ost yfir allt. Bakið pizzurnar í  5-8 mínútur eða þar til þær hafa tekið fallegan lit.
  5. Dreifið ólívum og ferskri basilíku yfir bakaðar pizzurnar og berið strax fram.