Bombay-vefjur með rifnum laxi

Bombay-vefjur með rifnum laxi

250
  • 20 Mins
  • 8 Ingredients
  • Medium

Einstaklega fersk vefja með indverskum keim. Engifer, chili, súrsætt sítrónumauk og jógúrtsósa ásamt mögulega bragðesta laxi sem þú hefur smakkað. Vefðu þessu inn í indverska hveitiköku, bíttu í og njóttu! Namaste!

What to shop

Serves {0} portions
500 g laxaflök (eða 4 laxabitar), roðlaus
1 poki Santa Maria Ginger & Chili Spices
1 msk smjör
0.5 dl vatn
1 pakki Santa Maria Chapati Bread
1 poki ferskt spínat
1 krukka Santa Maria Lemon Chutney
1 dl hrein jógúrt

How to prepare

Svona gerum við:

  1. Hitaðu ofninn í 200 °C
  2. Settu laxinn í steikarpokann sem fylgir með, helltu kryddblöndunni saman við ásamt smjöri og vatni. Lokaðu pokanum með festingunni sem fylgir.
  3. Leggðu steikarpokann í kalt fat og klipptu ca. ½ cm af einu horni pokans. Passaðu að steikarpokinn snerti hvergi hliðar ofnsins; athugaðu að pokinn þenst út á meðan á steikingu stendur. Bakað í miðjum ofni í 20 mínútur.
  4. Taktu laxinn út og klipptu stórt gat efst á pokann (Varúð: þetta er mjög heitt!). Tæmdu úr pokanum í skál og tættu laxastykkin gróflega með tveimur göfflum.
  5. Hitaðu chapati-brauðið (á pönnu eða í örbylgjuofni) og stráðu spínatinu yfir, bættu svo við sítrónumaukinu og jógúrtsósunni. Leggðu loks skammt af tætta laxinum ofan á, rúllaðu kökunni upp svo úr verði vefja.